Í gegnum niðurskurðinn

Valdís Þóra Jónsdóttir hefur spilað flott golf í Ástralíu.
Valdís Þóra Jónsdóttir hefur spilað flott golf í Ástralíu. AFP

Valdís Þóra Jónsdóttir stóð sig vel á sínum öðrum hring á Dub­bo-golf­vell­in­um í New South Wales í Ástr­al­íu í nótt en mótið er hluti af Evr­ópu­mótaröðinni, þeirri næst­sterk­ustu í heimi. Valdís lék hringinn á samtals 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Valdís fékk þrjá fugla á hringnum, tvo skolla og tvo tvöfalda skolla.

Valdís lék fyrri hringinn í gær á 72 höggum eða pari vallarins og hún er því samtals á tveimur höggum yfir pari eftir fyrstu tvo hringina og í 31.-40. sæti. Valdís Þóra er því á leið í gegnum niðurskurðinn sem miðast við fimm högg yfir pari en Manon De Roey frá Belgíu er með forystu í mótinu á níu höggum undir pari.

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék sinn annan hring fyrr í nótt og lék hún hringinn á 72 höggum eða pari. Hún lék á fimm höggum yfir pari í gær og er því samtals á fimm höggum yfir pari eftir fyrstu tvo keppnisdagana og það mun duga henni til þess að komast í gegnum niðurskurðinn líka.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er einnig á leið í gegnum niðurskurðinn.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er einnig á leið í gegnum niðurskurðinn. Ljósmynd/Sigfús Gunnar
mbl.is