Fyrsta risamótinu frestað

Tiger Woods bar sigur úr býtum á Masters í fyrra.
Tiger Woods bar sigur úr býtum á Masters í fyrra. AFP

Fyrsta risamóti ársins í karlaflokki í golfi hefur verið frestað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Masters-mótið átti að hefjast 9. apríl í Augusta í Georgíu í Bandaríkjunum. 

Fred Ridley, formaður Augusta National, greindi frá ákvörðuninni rétt í þessu. „Okkur er annt um heilsu og vellíðan allra sem búa í Augusta og það hvatti okkur til að taka þessa ákvörðun,“ var haft eftir honum á heimasíðu mótsins. 

Players Championship-mótið var blásið af eftir einn hring og þá hefur mótum í LPGA, PGA og Symetra-mótaröðunum verið frestað. 

Masters er eitt fjögurra risamóta ár hvert og sigraði Tiger Woods á mótinu á síðasta ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert