Valdís komin í toppbaráttuna í Höfðaborg

Valdís Þóra Jónsdóttir er í fínu formi í Suður-Afríku.
Valdís Þóra Jónsdóttir er í fínu formi í Suður-Afríku. Ljósmynd/LET

Valdís Þóra Jónsdóttir er komin í hóp efstu kylfinga á South African Women's Open-golfmótinu í Höfðaborg en hún lauk öðrum hringnum á mótinu í dag á tveimur höggum undir pari, 70 höggum. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni.

Valdís lék fyrsta hringinn á 72 höggum í gær og er því samtals á tveimur höggum undir pari. Sem stendur er hún í 7. til 9. sæti á mótinu. Olivia Cowan frá Þýskalandi er á fimm höggum undir pari en hún er aðeins búin með sex holur í dag. Lucrezia Rosso frá Ítalíu, Kelsey Macdonald frá Skotlandi og Alice Hewson frá Englandi hafa allar lokið hringnum og eru á fjórum höggum undir pari.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er nýfarin af stað en hún náði sér ekki á strik í gær og lék á 80 höggum, átta undir pari. Hún hefur hins vegar færst talsvert upp listann í dag því mörgum kylfingum hefur gengið afar illa á öðrum hringnum og eru komnar niður fyrir hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert