Golfvöllum lokað

Írinn Paul McGinley á hinum fræga Belfry golfvelli í nágrenni …
Írinn Paul McGinley á hinum fræga Belfry golfvelli í nágrenni Birmingham þegar keppnin um Ryder-bikarinn fór þar fram árið 2002. AFP

Golfvöllum hefur nú verið lokað á Englandi og víðar á Bretlandi vegna heimsfaraldursins. Í Skotlandi, vöggu golfsins, hafa menn þó ekki ganga svo langt að svo stöddu. 

BBC greinir frá þessu í dag og segja forsvarsmenn íþróttarinnar á Englandi að ákvörðunin sé í takti við ákvarðanir stjórnvalda í glímunni við  kórónuveiruna. Einnig er völlum lokað í Wals og Norður-Írlandi en þar var The Open Championship haldið síðasta sumar.

Í Skotlandi hefur völlunum ekki verið lokað en þeim tilmælum beint til kylfinga að láta af golfiðkun þar til annað verður tilkynnt. Svipað er uppi á teningnum á Írlandi. 

Hér er átt við almenning sem hefur getað leikið á völlum á Bretlandseyjum að undanförnu en með tilmælum um fjarlægð frá öðrum og þess háttar. Atvinnukylfingar eru hins vegar komnir í frí frá keppni eins og fram hefur komið. 

Töluvert er um að íslenskir kylfingar leiki golf á Bretlandseyjum sér til ánægju, sérstaklega á vorin og haustin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert