Jordan fjárfestir í golfíþróttinni

Michael Jordan.
Michael Jordan. AFP

Golfvöllur sem körfuboltagoðsögnin Michael Jordan lét byggja var tekinn í notkun fyrir áramót í suðurhluta Flórída.  

Áhugi Jordans á golfíþróttinni hefur lengi verið kunnur og hefur hann verið láforgjafakylfingur í áratugi. 

Hann hefur nú fjárfest hressilega í íþróttinni en tímaritið Golf Digest fjallar ítarlega um völlinn og má nálgast þá umfjöllun með því að smella hér

Völlurinn heitir The Grove XXIII og vísar rómverska talan til númersins sem Jordan lék með á treyjunni stærstan hluta ferilsins. 

mbl.is