Tiger og Manning mæta Brady og Michelson í kórónukeppni

Phil Mickelson og Tiger Woods á golfvellinum.
Phil Mickelson og Tiger Woods á golfvellinum. AFP

Fjórir af þekktustu íþróttamönnum Bandaríkjanna, kylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson, og ruðningskapparnir Tom Brady og Peyton Manning ætla að mætast í næsta mánuði, samkvæmt frétt CNBC í kvöld.

Heimildarmaður stöðvarinnar segir að fjórmenningarnir muni mætast í golfkeppni þar sem hagnaðurinn verði látinn renna til góðgerðarstarfsemi tengdri útbreiðslu kórónuveirunnar. Það eru PGA-mótaröðin og fjölmiðlafyrirtækið WarnerMedia sem standa að keppninni sem væntanlega verður sýnd beint í sjónvarpi.

Hugmyndin er sögð vera sú að Woods og Manning verði saman í liði á móti þeim Mickelson og Brady.

Tom Brady og Peyton Manning ræðast við.
Tom Brady og Peyton Manning ræðast við. AFP

Leitað var til PGA um staðfestingu á fréttinni og þar var því svarað að viðræður hafi verið í gangi í nokkrun tíma en mótaröðin hafi ekki staðfest eitt eða neitt.

Aðeins fámenn sveit sjónvarpsfólks verður á staðnum og reglurnar um sex feta bil á milli fólks sem nú gilda í Bandaríkjunum verða í heiðri hafðar.

Talsverðar vangaveltur hafa verið um væntanlegt einvígi milli Tigers og Mickelsons að undanförnu en þeir mættust í sýningarleik í nóvember 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert