Leiðrétta fréttaflutning

Síðast þegar The Open fór fram á Royal St. George´s …
Síðast þegar The Open fór fram á Royal St. George´s árið 2011 stóð hinn vinsæli N-Íri, Darren Clarke, uppi sem sigurvegari. Reuters

Royal & Ancient klúbburinn í St. Andrews í Skotlandi, sem miklu ræður í golfíþróttinni, hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttaflutnings um The Open Championship í sumar, Opna breska meistaramótið í karlaflokki. 

Tímaritið Golf Digest birti á vef sínum frétt um að mótinu í sumar hefði verið frestað í kjölfarið af því að Wimbledon-mótinu í tennis var frestað. 

R&A segir í tilkynningunni að þessi fullyrðing sé röng. Engin ákvörðun hafi enn þá verið tekin. Í ljósi kórónuveirunnar sé þó að sjálfsögðu fundað reglulega um stöðuna og einn valmöguleikinn sé að fresta mótinu. 

The Open fer ávallt fram um miðjan júlí eða seinni hluta júlímánaðar. Í sumar á mótið að fara fram á Royal St. George´s sem er staðsettur í suðurhluta Englands. 

mbl.is