Frestað fram í desember vegna kórónuveirunnar

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur tvívegis tekið þátt á Opna bandaríska …
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur tvívegis tekið þátt á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. mbl.is/Arnþór Birkisson

Opna bandaríska golfmótinu í kvennaflokki hefur verið frestað fram í desember vegna kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina en þetta kemur fram í tilkynningu sem bandaríska golfsambandið sendi frá sér í dag.

Mótið átti upphaflega að fara fram dagana 4.-7. júní á Jackrabbit-vellinum í Houston. Mótið hefur nú verið fært fram í dsember og verður spilað dagana 10.-13. desember á bæði Jackrabbit-vellinum sem og Cypress Creek-vellinum í Houston.

„Bandaríska golfsambandið er staðráðið í að Opna bandaríska meistaramótið í kvennaflokki muni fara fram á árinu 2020 en heilsa keppenda og áhorfenda verður alltaf í fyrsta sæti,“ segir meðal annars í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert