GSÍ verður af tekjum vegna The Open

Írinn Shane Lowry fór með sigur af hólmi á Opna-mótinu …
Írinn Shane Lowry fór með sigur af hólmi á Opna-mótinu í golfi á síðasta ári. AFP

Ýmsar stórar ákvarðanir voru tilkynntar í gær af þeim sem mestu ráða varðandi mótahald í golfíþróttinni í heiminum. The Open Championship var aflýst og hefur það ekki gerst í 75 ár. Mótið hefur verið haldið síðan 1860 og féll niður meðan á heimsstyrjöldunum tveimur stóð.

Þar fyrir utan hefur því því aðeins einu sinni verið aflýst og var það árið 1871. Tom Morris yngri hafði þá unnið beltið (verðlaunagripinn sem þá var keppt um) til eignar eftir að hafa sigrað þrjú ár í röð. Eftir það var keppt um silfurkönnuna frægu en mótið er eitt elsta íþróttamót í heiminum sem enn er við lýði.

Golfsamband Íslands verður af einhverjum tekjum vegna þessa þar sem hagnaður af mótinu hefur að einhverju leyti verið látinn renna til golfsambanda vítt og breitt um heiminn.

Stefnt er að því að halda Masters í nóvember, Opna bandaríska mótið í september og PGA-meistaramótið í ágúst. Þá er enn sem komið er óbreytt dagsetning í Ryder-bikarnum í september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert