Stjörnurnar söfnuðu 800 milljónum

Rickie Fowler fylgist með Rory McIlroy á mótinu.
Rickie Fowler fylgist með Rory McIlroy á mótinu. AFP

Kylfingarnir Rory McIlroy og Dustin Johnson báru sigur úr býtum á TaylorMade-góðgerðarmótinu í Flórída í nótt. Tókst þeim í leiðinni að safna 5,5 milljónum dollara sem renna óskertir í baráttuna við kórónuveiruna í Bandaríkjunum. 

Mótið var á vegum PGA-mótaraðarinnar og það fyrsta sem sýnt var frá í beinni útsendingu síðan faraldurinn skall á í Bandaríkjunum. Keppt var eftir skins-fyrirkomulagi þar sem McIlroy og Johnson voru saman í liði gegn þeim Rickie Fowler og Matthew Wolf. 

Þurfti bráðabana til að skera úr um sigurvegara. Þar sló McIloroy næst holu og tryggði liðinu sigurinn. McIlroy og Johnson söfnuðu 1,85 milljónum dollara, Fowler og Wolff 1,15 milljónum og 1,5 milljónir söfnuðust með áheitum áhorfenda. 

mbl.is