„Golfið heltók mig“

Ragnhildur Sigurðardóttir einbeitt á Íslandsmótinu árið 1999.
Ragnhildur Sigurðardóttir einbeitt á Íslandsmótinu árið 1999. mbl.is/Golli

GR-ingurinn Ragnhildur Sigurðardóttir hefur um árabil verið áberandi í golfíþróttinni á Íslandi enda afar sigursæl.

Ragnhildi tókst að halda sér mjög lengi í fremstu röð en tveir áraugir liðu á milli fyrsta Íslandsmeistaratitilsins og þess fjórða. Fyrir kylfinga sem ætla sér stóra hluti er því fengur í því að heyra hvað Ragnhildur hefur að segja. Fyrstu kynni hennar af Golfklúbbi Reykjavíkur má rekja til bróður hennar.

„Sigurður bróðir minn fékk vinnu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur í Grafarholti vorið 1982. Hann reyndi þá mikið að draga systur sína með sér á völlinn og tókst það árið eftir. Við áttum heima í Grafarholti við Vesturlandsveg (húsinu með trampólíninu á þakinu) og því stutt að fara. Ég fékk svo vinnu árið 1983 í golfbúðinni og við það að tína golfbolta á æfingasvæðinu. Í þá daga voru boltarnir tíndir með höndunum (hólkum) og hjólbörur notaðar til að keyra boltana á sinn stað í boltavélina. Það að vakna fyrir allar aldir á hverjum degi, stundum fyrir sólarupprás, og vera ein með mófuglunum kom mér í mjög nána snertingu við náttúruna og fegurðina sem golfvöllurinn í Grafarholti hefur upp á að bjóða. Lóurnar urðu persónulegir vinir mínir og svöruðu mér þegar ég flautaði til þeirra.

Eftir boltatínsluna spilaði ég oftast 18 holur með hinum og þessum og eignaðist vini til lífstíðar á morgunröltinu. Það varð ekki aftur snúið því golfið heltók mig. Eftir 18 holu leik tók við vaktin í búðinni og mjög oft voru teknar aðrar 18 holur þegar vaktinni lauk á kvöldin.“

Viðtalið við Ragnhildi í heild sinni er að finna í aukablaði um golf sem fylgir Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »