Hóf ferilinn með steypustyrktarjárn í höndunum

Sigurður Pétursson.
Sigurður Pétursson. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Sigurður Pétursson er nafn sem flestir meðlimir í Golfklúbbi Reykjavíkur kannast við að hafa heyrt. Og raunar víðar í golfhreyfingunni. Hafi fólk ekki heyrt nafnið Sigurður Pétursson þá eru góðar líkur á að það hafi heyrt talað um Sigga Pé. Tæp hálf öld er síðan Sigurður fékk inngöngu en hann þurfti að hafa verulega fyrir því að spila golf á Íslandi í kringum 1970.

„Þannig er að ég er alinn upp í Árbæjarhverfi og enginn í minni fjölskyldu spilaði eða vissi nokkuð um golfíþróttina. Golfævintýri mitt byrjaði með því að bróðir minn fór með mig í göngutúr upp á golfvöll til að leita aðgolfboltum. Ég var þá átta eða níu ára. Eftir það fór ég að fara með vini mínum Christian Emil Þorkelssyni upp á golfvöll til að leita að boltum sem síðar þróaðist út í að við urðum kylfusveinar hjá nokkrum klúbbfélögum. Við fengum vel borgað fyrir og meira að segja pylsu og kók eftir hringinn.

Við áttum engar golfkylfur en björguðum því á snilldarhátt. Á þessum tíma var Árbærinn í mikilli uppbyggingu. Við báðum járnabindingamenn að beygja fyrir okkur steypustyrktarjárn og búa þannig til golfkylfu fyrir okkur sem þeir og gerðu. Við bjuggum síðan til golfvöll í móanum við heimili okkar og spiluðum gjarnan á milli ljósastaura.

Ég byrjaði sem sagt með steypustyrktarjárn sem golfkylfu, þá sennilega níu eða tíu ára. Fjótlega komu fleiri strákar með okkur og nokkrir þeirra eru meðlimir í GR.

Við urðum nokkuð góðir með þessum steypustyrktarjárnum en oft fór golfboltinn nokkuð skakkt og við urðum alræmdir í hverfinu, nokkrar rúður brotnuðu sem og kúplar á ljósastaurum. Einnig fengu nokkrir bílar að finna fyrir því. Íbúar báðu okkur vinsamlega um að fara upp á golfvöll.“

Viðtalið við Sigurð í heild sinni er að finna í aukablaði um golf sem fylgir Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »