Ólafía og Valdís í hörðum slag

Valdís Þóra Jónsdóttir er að gera góða hluti á heimavelli.
Valdís Þóra Jónsdóttir er að gera góða hluti á heimavelli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru efstar og jafnar þegar fyrsti hringur á B59 Hotel-mót­inu í golfi er rúmlega hálfnaður. Er leikið á Leynisvelli á Akranesi, heimabæ Valdísar. 

Eru þær báðar á fjórum höggum undir pari og með tveggja högga forystu á Íslandsmeistarann Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur. Hulda Clara Gestsdóttir er í fjórða sæti á einu höggi undir pari. 

Valdís og Ólafía eru í góðum gír því Valdís hefur fengið þrjá fugla og einn örn á sex síðustu holunum og Ólafía fengið fjóra fugla í röð. Valdís á þrjár holur eftir af fyrsta hring og Ólafía sex holur eftir og má búast við hörðum slag út hringinn. 

mbl.is