Valdís með nauma forystu á heimavelli

Valdís Þóra Jónsdóttir er með forystu á heimavelli.
Valdís Þóra Jónsdóttir er með forystu á heimavelli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valdís Þóra Jónsdóttir er með eins höggs forystu á Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur eftir fyrsta hring á B59 Hotel-mót­inu í golfi á Leynisvelli á Akranesi en það er fyrsta mótið á mótaröð Golf­sam­bands Íslands á ár­inu 2020.

Valdís lék fyrsta hringinn á 67 höggum, fimm höggum undir pari, á meðan Ólafía lék á 68 höggum.

Hringurinn hjá Valdísi var frekar skrautlegur. Fékk hún einn örn, sjö fugla, tvo skolla og einn tvöfaldan skolla. Ólafía fékk fimm fugla og aðeins einn skolla. 

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í þriðja sæti á einu höggi undir pari. Fékk hún fjóra fugla og einn skolla á holunum 18. Áhugakylfingarnir Saga Traustadóttir og Andrea Ýr Ásmundsdóttir koma næstar á einu höggi yfir pari. 

Verður annar hringurinn leikinn á morgun og lokahringurinn á sunnudag. Heildarstöðu mótsins má sjá með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert