Valdís bætir í forystuna

Valdís Þóra Jónsdóttir er með forystu á heimavelli.
Valdís Þóra Jónsdóttir er með forystu á heimavelli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valdís Þóra Jónsdóttir hefur spilað vel á öðrum hring B59 Hotel-mótsins í golfi sem fram fer á heimavelli hennar á Leynisvelli á Akranesi en um fyrsta mótið á vegum GSÍ á leiktíðinni er að ræða.

Valdís hefur nælt sér í þrjá fugla á fyrstu níu holunum og er komin í fjögurra högga forystu á -7 og hefur spilað á tveimur undir pari í dag.

Næst á eftir henni kemur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á -3 en hún hefur fengið tvo skolla og einn fugl á fyrstu níu holunum og hefur leikið á einu höggi yfir pari í dag.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur spilað á einu höggi yfir pari í dag og er samtals á pari.

Stöðuna í mótinu má sjá hér.

mbl.is