Hnífjafnir fyrir lokasprettinn

Haraldur Franklín Magnús er í toppbaráttu fyrir lokasprettinn.
Haraldur Franklín Magnús er í toppbaráttu fyrir lokasprettinn. Ljósmynd/seth@golf.is

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús og áhugakylfingurinn Hákon Örn Magnússon eru hnífjafnir fyrir síðustu níu holurnar á B59 Hotel-mót­inu í golfi sem fram fer á Garðavelli á Akra­nesi.

Eru þeir báðir á sex höggum undir pari þegar þriðji og síðasti hringur mótsins er hálfnaður. Haraldur var með tveggja högga forystu á Hákon fyrir níundu holuna, en þar fékk Haraldur þrefaldan skolla og Hákon skolla. 

Er Haraldur búinn að fá tvo fugla, tvo skolla og einn þrefaldan skolla í dag. Hákon er búinn að fá einn fugl og þrjá skolla. Hlynur Bergsson er í þriðja sæti, einu höggi á eftir Haraldi og Hákoni. Þá eru Axel Bóasson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson á fjórum höggum undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert