Ólafía færðist nær Valdísi

Valdís Þóra Jónsdóttir er í forystu á heimavelli.
Valdís Þóra Jónsdóttir er í forystu á heimavelli. Ljósmynd/seth@golf.is

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er með þriggja högga forystu á Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur þegar þriðji og síðasti hringurinn á B59 Hotel-mót­inu í golfi sem fram fer á Garðavelli á Akra­nesi er hálfnaður. Um er að ræða fyrsta mót árs­ins á golf­mótaröð Golf­sam­bands Íslands á ár­inu 2020.

Er skor kylfinga verra í dag en undanfarna tvo daga, en Valdís, sem er á heimavelli, hefur fengið fjóra skolla og einn fugl á fyrri níu holunum og er hún á samtals sex höggum undir pari.

Ólafía hefur á sama tíma fengið tvo fugla og einn skolla og er á þremur höggum undir pari. Hefur Ólafía því minnkað forskot Valdísar um tvö högg á milli hringja. 

Ragnhildur Kristinsdóttir er í þriðja sæti á þremur höggum yfir pari. Hefur hún fengið einn fugl og þrjá skolla í dag. Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í fjórða sæti á fjórum höggum yfir pari. Guðrún hefur ekki náð sér á strik í dag og fengið fimm skolla og engan fugl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert