Ólafía sigraði eftir æsispennu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór með sigur af hólmi eftir mikla …
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór með sigur af hólmi eftir mikla spennu. Ljósmynd/seth@golf.is

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir bar sigur úr býtum á B59 Hotel-mót­inu í golfi sem fram fór á Garðavelli á Akra­nesi um helgina. Um er að ræða fyrsta mót árs­ins í golf­mótaröð Golf­sam­bands Íslands á ár­inu 2020.

Ólafía hafði að lokum betur eftir spennandi keppni við Valdísi Þóru Jónsdóttur. Ólafía lauk leik á þremur höggum undir pari og var einu höggi á undan Valdísi. Réðust úrslitin á 18. og síðustu holunni. 

Valdís var með forskot stærstan hluta mótsins og var með fimm högga forystu fyrir lokahringinn. Ólafía saxaði hægt og rólega á forskotið og voru þær jafnar á þremur höggum undir pari fyrir lokahringinn. Á henni fékk Ólafía par og Valdís skolla. 

Guðrún Brá Björgvinsdóttir varð þriðja á einu höggi yfir pari og Ragnhildur Kristinsdóttir í fjórða sæti á fjórum höggum yfir pari. Heildarstöðu mótsins má nálgast hér

mbl.is