Með fimm högga forskot fyrir lokadaginn

Aron Snær Júlíusson.
Aron Snær Júlíusson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aron Snær Júlíusson er í vænlegri stöðu eftir tvo hringi á Golfbúðarmótinu í golfi sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Mótið er annað mót Golfsambands Íslands á árinu 2020. 

Aron var með forystu eftir fyrsta hring í gær og hann lék aftur best allra eða á 68 höggum. Er hann samtals á átta höggum undir pari, fimm höggum á undan Haraldi Franklín Magnús sem er í öðru sæti. 

Ólafur Björn Loftsson og Andri Þór Björnsson koma þar á eftir á einu höggi undir pari. Axel Bóasson, sem sigraði á fyrsta mótinu á Akranesi, er í 17. sæti á samanlagt fjórum höggum yfir pari. 

Þriðji og síðasti hringur mótsins fer fram á morgun og ráðast þá úrslitin. 

Heildarstöðu mótsins má sjá með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert