Ekkert ryð hjá ólympíumeistaranum

Justin Rose á hringnum í dag.
Justin Rose á hringnum í dag. AFP

Englendingurinn Justin Rose var ekki ryðgaður þegar PGA-mótaröðin fór af stað á ný í dag eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar. 

Justin Rose lék fyrsta hringinn á Charles Schwab Challenge á aðeins 63 höggum sem er sjö högg undir pari Colonial-vallarins í Texasríki. Fékk sjö fugla og ellefu pör. 

Rose er efstur sem stendur en margir snjallir kylfingar eru ekki farnir af stað á fyrsta hringnum. Af þeim sem lokið hafa leik í dag er Jhonattan Vegas frá Kólumbíu á 64 höggum, Brian Harman, Bryson DeChambeau og Gary Woodland sem sigraði á Opna bandaríska í fyrra allir á 65 höggum. 

mbl.is