Fowler skartar myndarlegri mottu

Rickie Fowler á fyrsta hringnum á Charles Schwab Challenge mótinu …
Rickie Fowler á fyrsta hringnum á Charles Schwab Challenge mótinu í Texas í gær. AFP

Margir af bestu kylfingum heims eru skriðnir úr hýði og mættu til leiks á ný á PGA-mótaröðinni í gær eftir þriggja mánaða fjarveru. 

Vakti það óskipta athygli í lýsingu Sky Sports í gærkvöldi að Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler skartar afar myndarlegri mottu. 

Nick Faldo og félagar sem lýsa fyrir stöðina veltu þessu nokkuð fyrir sér og Faldo sagði Fowler minna sig einna helst á Super Mario úr samnefndum Nintendo-leik. 

Fowler hefur oft verið með yfirvaraskegg en þá nokkuð minna en nú eða þá einnig með skegg á hökunni. 

Hann var þó með svipaða mottu og nú árið 2018 og fór það misjafnlega í aðdáendur kappans en Fowler nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum hjá báðum kynjum.

Dustin Johnson mætti til leiks með töluvert meira skegg en …
Dustin Johnson mætti til leiks með töluvert meira skegg en vanalega. AFP
mbl.is