Hörkubarátta fyrir lokahringinn

Xander Schauffele er efstur.
Xander Schauffele er efstur. AFP

Mikil spenna er fyrir lokahringinn á Char­les Schwab Chal­lenge-mót­inu í PGA-mótaröðinni í golfi, því fyrsta í þrjá mánuði. Xander Schauffele er efstur í Texas en hann er á samtals 13 höggum undir pari. Það er hins vegar stutt í næstu menn, en sá efsti á heimslistanum þarf að gera betur.

Fimm kylfingar deila öðru sætinu, allir á 12 höggum undir pari. Sá efsti á heimslistanum, Rory McIlroy, er hins vegar jafn í níunda sætinu á tíu höggum undir pari. McIl­roy fór á kostum á fyrsta hring og lék á 63 höggum, eða níu undir pari, en átti erfitt uppdráttar í gær, fékk m.a. tvo skolla í röð.

Lokahringurinn hefst í dag klukkan 12:30 að íslenskum tíma en sem fyrr segir er þetta fyrsta mót PGA-mótaraðarinnar í 91 dag eftir hlé vegna kórónuveirunnar.

Rory McIlroy.
Rory McIlroy. AFP
mbl.is