Sterkustu kylfingarnir mætast á Akureyri

Íslandsmeistararnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru bæði …
Íslandsmeistararnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru bæði skráð til leiks á Akureyri. Ljósmynd/Árni Sæberg

Sterkustu kylfingar landsins eru skráðir til leiks á Íslandsmótið í holukeppni 2020 en mótið fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 19.-21. júní. Alls eru 32 karlar og 32 konur með keppnisrétt á mótinu sem er hluti af stigamótaröð GSÍ.

Í kvennaflokki eru atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir allar skráðar til leiks en Saga Traustadóttir á titil að verja á mótinu og er hún einnig skráð til leiks á Akureyri.

Í karlaflokki eru atvinnukylfingarnir Axel Bóasson, Ólafur Björn Loftsson, Haraldur Franklín Magnús, Andri Þór Björnsson og Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson allir á meðal þátttakenda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert