Íslandsmeistararnir byrjuðu á sigrum

Saga Traustadóttir og Rúnar Arnórsson með sigurlaunin á Íslandsmótinu í …
Saga Traustadóttir og Rúnar Arnórsson með sigurlaunin á Íslandsmótinu í fyrra. Ljósmynd/GSÍ

Ríkjandi Íslandsmeistarar í holukeppni náðu bæði að vinna sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu á Jaðarsvelli á Akureyri nú um hádegið.

Saga Traustadóttir úr GR vann Árnýju Eik Dagsdóttur úr GKG með 3/2 (var með þrjár holur í forystu þegar tvær voru eftir), og Rúnar Arnórsson úr GK sigraði Ragnar Má Ríkarðsson úr GM, 4/2.

Önnur umferð er hafin en þar hefur Saga leik gegn Ásdísi Valtýsdóttur klukkan 14.14 og Rúnar byrjar að spila gegn Andra Má Óskarssyni klukkan 14.30.

Í karlaflokki keppa 32 kylfingar í átta riðlum og í kvennaflokki eru 27 kylfingar í sjö riðlum. Sigurvegarar í riðlunum komast í átta manna úrslitin sem hefjast eftir hádegið á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert