Atvinnukylfingarnir áfram með fullt hús

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir …
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Valdís Þóra Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fóru allar af öryggi áfram. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þrír sterkustu kylfingar Íslands í kvennaflokki komust allir áfram í átta manna úrslit á Íslandsmótinu í holukeppni á Jaðarsvelli á Akureyri. Valdís Þóra Jónsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristjánsdóttir unnu alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni. 

Valdís hafði betur gegn Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur í dag og mætir Evu Karen Björnsdóttur í átta manna úrslitum. Ólafía vann öruggan sigur á Andreu Ýr Ásmundsdóttur og mætir Sögu Traustadóttur í átta manna úrslitum og Íslandsmeistarinn Guðrún Brá vann Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur og mætir Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur.

Þá mætast Ragnhildur Kristinsdóttir og Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir sömuleiðis í átta manna úrslitum sem fara af stað klukkan 14. Undanúrslitin hefjast á morgun klukkan 8:16 og úrslitin klukkan 12:30. 

mbl.is