Ætla að fresta Ryder-bikarnum um eitt ár

Rory McIlroy er einn þeirra sem vill ekki spila um …
Rory McIlroy er einn þeirra sem vill ekki spila um Ryder-bikarinn án áhorfenda. AFP

Keppnin um Ryder-bikarinn mun ekki fara fram í september á Whistling Straits-vellinum í Bandaríkjunum í september eins og upprunalega stóð til heldur verður henni frestað til næsta árs samkvæmt frétt The Guardian.

Búist er við því að frestunin verði staðfest í næstu viku en fjölmargir kylfingar hafa lagst gegn því að keppnin fari fram án áhorfenda. Mik­il stemn­ing mynd­ast í keppn­inni um Ryder-bik­ar­inn og áhorf­end­ur leyfa sér að vera há­vær­ari og fyr­ir­ferðarmeiri en á hefðbundn­um golf­mót­um og hef­ur lang­flest­um kepp­end­un­um líkað það vel.  Í bikarnum mætast úrvalslið Bandaríkjanna og Evrópu.

Fyrsta risamót ársins, PGA-meistaramótið, mun fara fram án áhorfenda í ágúst eins og mbl.is greindi frá í morgun en mótshaldarar vilja ekki spila Ryder-bikarinn með sama sniði. Norðurírski kylf­ing­ur­inn Rory McIl­roy, einn sá besti í heimi, er meðal þeirra sem vill frekar fresta bikarnum heldur en að spila hann án áhorfenda.

„Án áhorf­enda yrði þetta ekki mik­ill viðburður enda myndi vanta and­rúms­loftið sem vana­lega rík­ir. Ég myndi frek­ar vilja fresta keppn­inni til 2021 en að spila án áhorf­enda. Og ég segi þetta sem Evr­ópu­búi sem mun fá fyr­ir ferðina hjá áhorf­end­um í Banda­ríkj­un­um,“ sagði McIl­roy í apríl.

mbl.is