Þrír smitaðir á PGA-mótaröðinni

Cameron Champ er þriðji kylfingurinn á stuttum tíma til að …
Cameron Champ er þriðji kylfingurinn á stuttum tíma til að greinast með kórónuveiruna. AFP

Tveir atvinnukylfingar í golfi hafa verið greindir með kórónuveiruna og hafa nú komið upp þrjú smit á PGA-mótaröðinni á rúmri viku. Kylfingarnir þurfa því að draga sig úr keppni í bili en Tra­velers Champ­i­ons­hip mótið í Conn­ecticut í Banda­ríkj­un­um hefst á morgun.

Kylfingurinn Cameron Champ greindist með smit í gærkvöldi og hefur dregið sig úr keppni en Graeme McDowell hefur einnig þurft að draga sig í hlé eftir að kylfuberi hans, Ken Comboy, greindist með veiruna.

Í síðustu viku varð Nick Watney fyrstu kylfinga á mótaröðinni til að smitast. Í frétt Guardian segir að búast megi við því að PGA herði reglur og fjölgi veiruprófunum í kjölfar þessara tíðinda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert