Fimm draga sig úr keppni

Brooks Koepka verður ekki með á Travelers-mótinu sem fram fer …
Brooks Koepka verður ekki með á Travelers-mótinu sem fram fer um helgina. AFP

Kylfingurinn Brooks Koepka hefur ákveðið að draga sig úr keppni á Travelers-mótinu sem fram fer í Cromwell í Conneticut en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi. Koepka er í fjórða sæti heimslistans en ástæðan fyrir því að hann ákvað að draga sig úr keppni er sú að kylfusveinn hans greindist með kórónuveiruna á dögunum.

Þá hefur Graeme McDowell einnig ákveðið að draga sig úr leik, ásamt þeim Chae Koepka, Cameron Champ og Webb Simpson. Simpson fór með sigur af hólmi á RBC Heritage-mótinu sem fram fór á Augusta í Georgíu um síðustu helgi en fjölskyldumeðlimur hans greindist með veiruna á dögunum og því ákvað hann að draga sig úr keppni.

Þeir Bubba Watson, Phil Mickelson og Rory McIlroy verða hins vegar allir með á Travelers-mótinu en McIlroy er með nokkuð afgerandi forystu í efsta sæti heimslitans um þessar mundir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert