Bandaríkjamenn í forystu

Webb Simpson hefur leikið frábært golf í Detroit í Bandaríkjunum …
Webb Simpson hefur leikið frábært golf í Detroit í Bandaríkjunum um helgina. AFP

Bandarísku kylfingarnir Chris Kirk og Webb Simpson eru með eins höggs forystu á Rocket Martage Classic-mótinu í golfi sem fram fer í Detroit í Bandaríkjunum en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi.

Eftir fyrstu tvo hringina eru þeir báðir á samtals tólf höggum undir pari en alls eru fimm kylfingar í 3.-8. sætinu á ellefu höggum undir pari. Kirk lék fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari og þann annan á sjö höggum undir pari, þar sem hann fékk sjö fugla.

Simpson var á fjórum höggum undir pari eftir fyrsta hringinn en gerði sér lítið fyrir og lék annan hringinn á átta höggum undir pari. Mótið hefst að nýju síðar í dag þegar þriðji hringurinn verður spilaður og mótinu lýkur svo á morgun með fjórða og síðasta hringnum.

mbl.is