Guðmundur berst á toppnum

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmund­ur Ágúst Kristjáns­son mun berjast meðal efstu manna á lokahring opna Eur­am Bank-mót­sins í Aust­ur­ríki sem er hluti af Evr­ópu­mótaröð karla í golfi. Annar hringurinn var spilaður í dag og lýkur mótinu á laugardaginn. Þrír Íslendingar taka þátt en tveir þeirra komust í gegnum niðurskurðinn.

Guðmundur er jafn í 8. sæti á samtals sjö höggum undir pari en hann lauk öðrum hring rétt í þessu, spilaði á 66 höggum eða fjórum undir pari sem er bæting um eitt högg frá fyrsta hringnum í gær. Hann fékk einn örn, fimm fugla og þrjá skolla á hringnum í dag en síðasti skollinn kom á 17. og næstsíðustu holunni. Guðmundur og Haraldur Franklín Magnús fara báðir í gegnum niðurskurðinn.

Har­ald­ur spilaði hring­inn á 66 högg­um eða fjór­um und­ir pari og er jafn í 33. sæti en tæp­lega 70 kylf­ing­ar kom­ast áfram í gegn­um niður­skurðinn og keppa á loka­deg­in­um á morg­un. Hann spilaði fyrsta hringinn á pari í gær en bætti sig töluvert í dag, spilaði á 66 höggum eða fjórum undir pari.

Andri Þór Björnsson er hins vegar úr leik en hann var hársbreidd frá því að komast áfram. Hann er jafn í 68. sæti og akkúrat fyrir neðan niðurskurðarlínuna en hann lék alls á einu höggi undir pari. Þriðji og næstsíðasti hringurinn fer fram á morgun.

Stöðuna í mótinu má sjá með því að smella hér.

mbl.is