Haraldur öruggur áfram og Guðmundur í kjörstöðu

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús Ljósmynd/seth@golf.is

Haraldur Franklín Magnús er öruggur gegnum niðurskurðinn eftir frábæran annan hring á opna Eur­am Bank-mót­inu í Aust­ur­ríki sem er hluti af Evr­ópu­mótaröð karla í golfi. Mótið hófst í gær og lýkur á morgun, föstudag, en þrír Íslendingar taka þátt.

Haraldur og Andri Þór Björnsson hafa báðir lokið öðrum hring og léku vel í morgun. Haraldur spilaði hringinn á 66 höggum eða fjórum undir pari og er sem stendur jafn í 22. sæti en tæplega 70 kylfingar komast áfram í gegnum niðurskurðinn og keppa á lokadeginum á morgun.

Andri Þór lék á pari og er sem stendur jafn í 68. sæti og hársbreidd frá því að sleppa inn en nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka keppni í dag. Það kemur því í ljós í kvöld hvort hann sleppi.

Þá heldur Guðmundur Ágúst Kristjánsson áfram að leika vel en hann er ekki búinn að klára hring dagsins. Hann var jafn í 24. sæti eftir að hafa leiki á þremur höggum undir pari í gær og fór vel af stað áðan, búinn að fá fjóra fugla, einn örn og einn skolla á fyrstu níu holunum.

Stöðuna í mótinu má skoða með því að smella hér.

mbl.is