Hvaleyrarbikarinn um helgina

Ragnhildur Kristinsdóttir og Axel Bóasson fögnuðu sigri á mótinu síðasta …
Ragnhildur Kristinsdóttir og Axel Bóasson fögnuðu sigri á mótinu síðasta sumar. Ljósmynd/Ólafur Þór Ágústsson

Alls eru 94 kylfingar skráðir til leiks í Hvaleyrabikarnum í golfi sem hefst á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði á morgun. Mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ og það fjórða í röðinni en leiknar verða 54 holur á mótinu á þremur dögum. 

Skorið verður niður eftir annan hring mótsins en sterkir kylfingar eru skráðir til leiks á mótinu líkt og Íslandmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í kvennaflokki. 

Í karlaflokki eru kylfingar á borð við Axel Bóasson skráður til leiks en hann á titil að verja á mótinu. Ragnhildur Kristinsdóttir á titil að verja í kvennaflokki en hún er einnig skráð til leiks á mótinu í ár.

mbl.is