Efstur á heimslistanum eftir sigur

Jon Rahm
Jon Rahm AFP

Spánverjinn Jon Rahm stóð uppi sem sigurvegari á Memorial-mótinu í PGA-mótaröðinni sem fór fram um helgina en Spánverjinn hirti um leið toppsætið á heimslistanum.

Rahm lauk keppni á níu höggum undir pari í Ohio, þremur höggum á undan Ryan Palmer sem var annar. Þetta er fjórði sigur Spánverjans á mótaröðinni en einnig hefur hann unnið sex sigra á Evrópumótaröðinni. Hann var í öðru sæti heimslistans fyrir helgina en skaut sér upp í það fyrsta á kostnað Rory McIlroy með sigrinum.

Hægt er að sjá úrslitin úr mótinu hér. Memorial-mótið er yfirleitt sterkt enda er gestgjafinn sjálfur Jack Nicklaus.

mbl.is