GR meistari í 21. skipti

Liðsmenn GR fagna sigrinum vel.
Liðsmenn GR fagna sigrinum vel. Ljósmynd/Seth@golf.is

Golfklúbbur Reykjavíkur bar sigur úr býtum í kvennaflokki á Íslandsmóti golfklúbba eftir 4:1-sigur á Keili. Er þetta í 21. skipti sem GR ber sigur úr býtum á mótinu síðan 1982. Fer mótið fram á Leirdalsvelli og Urriðavelli.

Perla Sól Sig­ur­brands­dótt­ir, Jó­hanna Lea Lúðvíks­dótt­ir, Ragn­hild­ur Krist­ins­dótt­ir, Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir, Eva Kar­en Björns­dótt­ir og Saga Trausta­dótt­ir skipa lið Golf­klúbbs Reykja­vík­ur, sem vann titilinn af GKG sem varð meistari á síðasta ári. 

Golfklúbbur Mosfellsbæjar varð í þriðja sæti eftir sigur á Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, 3:2. Sara Kristinsdóttir, Kristín Sól Guðmundsdóttir, Katrín Dögg Hilmarsdóttir, Nína Björk Geirsdóttir, María Eir Guðjónsdóttir og Arna Rún Kristjánsdóttir skipa lið Golfklúbbs Mosfellsbæjar. 

mbl.is