Fyrsti sigurinn í sjö ár

Michael Thompson.
Michael Thompson. AFP

Michael Thompson vann sigur á opna 3M-mótinu á PGA-mótaröðinni í Minnesota í nótt og vann þar með sitt fyrsta PGA-mót sjö árum eftir að hann vann sitt fyrsta.

Thompson lauk keppni á 19 höggum undir pari alls eftir hringina fjóra en í öðru sæti var Adam Long á 17 höggum undir. Richy Werenski, sem var jafn í fyrsta sætinu eftir þriðja hring, lauk keppni jafn í þriðja sæti á 16 höggum undir pari.

Thompson vann sitt fyrsta PGA-mót árið 2013 og beið því í sjö ár eftir öðrum sigri en hann var í 151. sæti á heimslistanum fyrir helgina og er nú í 39. sæti.

mbl.is