Metfjöldi kylfinga á Íslandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/seth@golf.is

Kylfingar á Íslandi hafa aldrei verið fleiri, en 1. júlí voru tæplega tuttugu þúsund félagsmenn skráðir í golfklúbba víðs vegar um landið. Um er að ræða 11% aukningu frá því í fyrra.

Þetta kemur fram í úttekt Golfsambands Íslands og segir þar að eftirspurn í golf síðustu tvo áratugi hafi verið gríðarleg. Félagsmönnum hefur fjölgað um rúmlega 11.200 síðustu tuttugu árin, þannig að fjöldi þeirra hefur meira en tvöfaldast.

Golfsambandið er næststærsta íþróttasamband innan ÍSÍ, með tæplega tuttugu þúsund félaga, aðeins á eftir Knattspyrnusambandi Íslands sem er með um 23 þúsund félaga.

mbl.is