Tveimur höggum frá niðurskurðinum í Póllandi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Ljósmynd/seth@golf.is

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék á 72 höggum eða tveimur yfir pari á fyrsta hring á opna pólska Gradi-mótinu sem er hluti af Pro Golf-mótaröðinni. Leikið er á Gradi-golfvellinum sem er fyrir utan borgina Wroclaw í Póllandi.

Guðmundur hóf leik klukkan 12 að íslenskum tíma, fékk fugl á annarri holu en tvöfaldan skolla á þeirri þriðju. Hann fékk alls fjóra fugla og svo fjóra skolla til viðbótar. Hann er sem stendur jafn í 73. sæti og tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn en sem stendur þarf par til þess.

Guðmundur hefur annan hring á morgun klukkan átta í fyrramálið. Stöðuna í mótinu má sjá með því að smella hér.

mbl.is