Guðmundur frábær á öðrum degi í Póllandi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

At­vinnukylf­ing­ur­inn Guðmund­ur Ágúst Kristjáns­son lék annan hringinn á opna pólska Gradi-mótinu á 66 höggum eða fjórum undir pari. Mótið er hluti af Pro Golf-mótaröðinni. Leikið er á Gra­di-golf­vell­in­um sem er fyr­ir utan borg­ina Wroclaw í Póllandi.

Guðmundur átti sveiflukenndan fyrsta hring í gær, lék á 72 höggum, og var tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Honum gekk hins vegar miklu betur í dag, fékk sex fugla og einn örn, tvo skolla og einn tvöfaldan.

Hann er því sem stendur jafn í 27. sæti og í baráttunni um að vera á meðal tuttugu efstu kylfinga á mótinu. Þjóðverjinn Dominik Pietzsch er efstur á samtals 12 höggum undir pari. Þriðji og síðasti hringurinn fer fram á morgun. Stöðuna á mót­inu má sjá með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert