Fékk sex fugla á lokadeginum

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson Ljósmynd/seth@golf.is

At­vinnukylf­ing­ur­inn Guðmund­ur Ágúst Kristjáns­son lék þriðja og síðasta hring­inn á opna pólska Gra­di-mót­inu á 66 högg­um eða fjór­um und­ir pari í dag. Mótið er hluti af Pro Golf-mótaröðinni. Leikið er á Gra­di-golf­vell­in­um sem er fyr­ir utan borg­ina Wroclaw í Póllandi.

Guðmundur lauk þar með leik á sex höggum undir pari og jafn í 23. sæti. Lék hann annan hringinn í gær sömuleiðis á 66 höggum en fyrsta hringinn á 72 höggum á miðvikudag. Guðmundur fékk sex fugla, tvo skolla og tíu pör í dag. 

Frakkinn Julien Braun lék best allra eða átján höggum undir pari og Jermy Freiburghaus varð annar á sextán höggum undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert