Koepka að finna taktinn?

Brooks Koepka
Brooks Koepka AFP

Brooks Koepka, sem fjórum sinnum hefur sigrað á risamótunum í golfi, virðist vera að finna taktinn á ný. Hann lék á 62 höggum á fyrsta keppnisdegi World Golf Championships-mótsins í Memphis í gærkvöldi. 

Koepka er efstur sem von er á þessu skori en Koepka hefur ekki sýnt mikið á þessu ári. Rickie Fowler lék á 64 höggum en hann hefur heldur ekki leikið vel á árinu. Hefur oftar en einu sinni misst af niðurskurði keppenda eftir að PGA-mótaröðin fór aftur í gang eftir hlé vegna kórónuveirunnar. 

Brendan Todd er einnig á 64 höggum eins og Fowler. Bryson DeChambeau, sem verið hefur mikið í umræðunni vestanhafs í sumar, lék á 67 höggum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert