Einvígið á Nesinu verður haldið

Golfvöllurinn á Seltjarnarnesi: Einvígið á Nesinu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Golfvöllurinn á Seltjarnarnesi: Einvígið á Nesinu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Arnþór Birkisson

Hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins á Seltjarnarnesi, Einvígið á Nesinu (shoot out) fer fram á mánudaginn. Í ljósi þeirra aðstæða sem upp eru komnar er áhorfendum meinaður aðgangur að mótinu.

Löng hefð er fyrir mótinu á frídegi verslunarmanna og eins og nafnið gefur til kynna hefur viðburðurinn skilað fjármunum í góð málefni. Að þessu sinni stendur til að styrkja þá deild Landspítala Íslands sem glímir við kórónuveiruna. Í fyrsta skipti í sögu mótsins tókst ekki að fá styrktaraðila að mótinu en í tilkynningu frá Nesklúbbnum segir að það megi rekja til „ástandsins í þjóðfélaginu undanfarna mánuði“. Forráðamenn Nesklúbbsins ákváðu samt sem áður að halda mótið og munu taka á móti frjálsum framlögum frá fyrirtækjum og landsmönnum sem styðja vilja við málefnið.

Keppendahópurinn er sterkur eins og oft áður:

Andri Þór Björnsson

Axel Bóasson

Björgvin Sigurbergsson

Bjarki Pétursson

Guðrún Brá Björgvinsdóttir

Haraldur Franklín Magnús

Hákon Örn Magnússon

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir

Ólafur Björn Loftsson

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert