Haraldur Franklín vann einvígið á Nesinu

Haraldur Franklín Magnús á Nesvellinum.
Haraldur Franklín Magnús á Nesvellinum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Ein­vígið á Nes­inu (shoot out) góðgerðar­mótið fór fram á Nesvell­in­um í dag við nokkuð breyttar aðstæður en oft áður þar sem engir áhorfendur voru leyfðir vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta var í 24. skiptið sem mótið var haldið og venju samkvæmt voru tíu af bestu kylfingum landsins mættir til leiks. Sigurvegari mótsins var að lokum Haraldur Franklín Magnús úr GR en hann hafði betur gegn Andra Þór Björnssyni á níundu og síðustu holunni.

 Allt fé sem safnast á mótinu rennur til kórónuveirudeildar Landspítalans.

Úrslit í mótinu:

1. sæti: Haraldur Franklín Magnús
2. sæti: Andri Þór Björnsson
3. sæti: Hákon Örn Magnússon
4. sæti: Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
5. sæti: Björgvin Sigurbergsson
6. sæti: Bjarki Pétursson
7. sæti: Guðrún Brá Björgvinsdóttir
8. sæti: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
9. sæti: Ólafur Björn Loftsson
10. sæti: Axel Bóasson

mbl.is