Vallarmet féll í Borgarnesi

Bjarki Pétursson
Bjarki Pétursson Ljósmynd/seth@golf.is

Einn snjallasti kylfingur landsins, Bjarki Pétursson, er funheitur nú þegar Íslandsmótið í golfi hefst eftir nokkra daga. 

Bjarki setti glæsilegt vallarmet í Borgarnesi í gær þegar Opna Nettómótið fór þar fram. Bjarki leikur nú fyrir Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar en GB er uppeldisklúbbur hans og þekkir hann því völlinn vel. 

Bjarki lék á 64 höggum og var á sjö höggum undir pari vallarins en hann lék á gulum teigum en ekki meistaraflokksteigum.

Bjarki fékk ellefu pör á hringnum og sjö fugla. Miðað við hversu gott skorið er þá er athyglisvert að Bjarki fékk „aðeins“ par á tveimur par 5 holum en þær holur eru jafnan sóknarfæri fyrir afrekskylfinga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert