Þetta verður mjög öðruvísi

Tiger Woods
Tiger Woods AFP

Að spila án áhorfenda á PGA-meistaramótinu er algjörlega óþekkt stærð að mati Tiger Woods sem freistar þess að vinna sitt 16. stórmót í Kaliforníu á Hardping Park-vellinum um helgina.

Meistaramótið átti upprunalega að fara fram í maí en því þurfti að fresta vegna kórónuveirufaraldursins sem herjað hefur á heimsbyggðina undanfarna mánuði. Mótið fer fram um helgina en með því óvenjulega sniði að engir áhorfendur verða leyfðir.

„Þetta verður mjög öðruvísi, en þetta er engu að síður stórmót,“ sagði Woods við BBC og rifjaði upp þegar hann vann PGA-mót á Harding Park-vellinum árið 2005. „Ég varð næstum heyrnalaus, svo rafmagnað var andrúmsloftið,“ sagði Woods um bráðabanasigur sinn gegn John Daly.

mbl.is