Fjórir kylfingar léku undir pari

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er efst kylfinga í kvennaflokki eftir fyrsta hring á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á Íslandsmótinu í golfi. Alls léku fjórir kylfingar hringinn undir pari.

Ólafía lék á 69 höggum, þremur undir pari vallarins. Ragnhildur Kristinsdóttir er höggi á eftir henni í öðru sæti en þær eru báðar úr GR. Ríkjandi Íslandsmeistari, Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili, er jöfn Sögu Traustadóttur úr GR í þriðja sæti en þær léku hringinn á 71 höggi eða einu undir pari.

Stöðuna á mótinu má sjá með því að smella hér.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is