Þolinmæði og jafnaðargeð

Sigurpáll Geir Sveinsson
Sigurpáll Geir Sveinsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Nýr kafli verður ritaður í langa sögu Íslandsmótsins í golfi þegar mótið verður í fyrsta skipti haldið í Mosfellsbæ. Íslandsmótið hefst í dag og verða spilaðar 72 holur venju samkvæmt eða 18 holur á dag. Heimsfaraldurinn setur svip sinn á mótshaldið en kylfingarnir geta ekki verið með kylfubera sér til halds og trausts svo dæmi sé tekið. Áhorfendur eru ekki hvattir til að koma vegna tilmæla sóttvarnalæknis en þeim er þó ekki meinaður aðgangur að mótinu.

Mótið er vel mannað og meðalforgjöf keppenda er 0,4 sem gefur vissa mynd af getu kylfinganna. Vegna vinsælda íþróttarinnar á þessari öld er orðinn viss áfangi hjá meistaraflokkskylfingum að komast inn í Íslandsmótið.

Íslandsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er að keppa erlendis og mun því ekki verja titil sinn í karlaflokki. Einn besti kylfingurinn í kvennaflokki, Valdís Þóra Jónsdóttir, er ekki með vegna meiðsla. Að öðru leyti er mótið að mestu leyti skipað bestu kylfingum landsins. Sá sigursælasti frá upphafi í karlaflokki, Birgir Leifur Hafþórsson, er ekki með frekar en í fyrra en það teljast ekki forföll þar sem hann hefur tekið sér frí frá keppnisgolfi.

Æðislegt að sjá mótið í Mosó

Morgunblaðið ræddi við þrefaldan Íslandsmeistara frá Akureyri, Sigurpál Geir Sveinsson, í gær. Sigurpáll er nú íþróttastjóri hjá GS og er ekki á meðal keppenda. Hann var í mörg ár hjá Keili í Mosfellsbæ sem síðar rann inn í Golfklúbb Mosfellsbæjar. Bæði sem leikmaður og síðar sem þjálfari.

„Mér finnst æðislegt að sjá Íslandsmótið fara í Mosfellsbæinn enda er þetta orðinn flottur golfvöllur. Nýrri hluti vallarins er orðinn vel gróinn og er algerlega tilbúinn í mótshaldið. Auk þess er íþróttamiðstöðin glæsileg og þarna er því allt til alls. Ég tók fyrstu skóflustunguna að nýja húsinu ásamt krökkunum í klúbbnum sem ég var að þjálfa.“

Sjáðu greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »