Ólafía að dragast aftur úr Ragnhildi

Ragnhildur Kristinsdóttir á Íslandsmótinu í Mosfellsbæ.
Ragnhildur Kristinsdóttir á Íslandsmótinu í Mosfellsbæ. Ljósmynd/GSÍ

Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR hefur aukið forskot sitt á þriðja keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. 

Ragnhildur er hálfnuð með þriðja hringinn og er á samtals fjórum höggum undir pari. Hún er á höggi undir pari í dag. 

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er á tveimur yfir pari í dag og samtals á höggi yfir pari. 

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á þremur yfir pari í dag en allar eru þær hálfnaðar með hringinn í dag. Samtals er Ólafía á þremur yfir pari. 

Ragnhildur er því sem stendur með fjögurra högga forskot á Guðrúnu og sjö högga forskot á Ólafíu. 

Síðari níu holurnar bjóða gjarnan upp á fleiri færi á fuglum og margt getur gerst áður en þriðja keppnisdegi lýkur.

Bjarki Pétursson úr GKG hefur einnig aukið forystu sína í karlaflokki. Hann er á samtals átta undir pari og á tveimur undir pari í dag. Axel Bóasson úr Keili er fjórum höggum á eftir en hann er á höggi yfir pari í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert