Ragnhildur efst fyrir lokahringinn

Ragnhildur Kristinsdóttir á Hlíðavelli í gær.
Ragnhildur Kristinsdóttir á Hlíðavelli í gær. Ljósmynd/GSÍ

Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur er með forystuna fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. 

Ragnhildur lék á pari vallarins í dag sem er 72 högg og er hún samtals á þremur höggum undir pari. Ragnhildur hefur leikið afar vel í mótinu en gerði mistök á 18. holunni og fékk þar skramba. 

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék einnig á parinu og er því áfram á höggi undir pari samtals. 

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR lék á 74 höggum í dag og er því fimm höggum á eftir Ragnhildi. Ólafía sló vel á seinni níu holunum og gæti verið nær efstu konum en nokkur pútt fyrir fugli láku framhjá. 

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir á Hlíðavelli.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir á Hlíðavelli. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert