Þrír jöfnuðu vallarmetið

Hlynur Bergsson vippar á Íslandsmótinu. Ólafur Björn Loftsson skoðar púttlínuna.
Hlynur Bergsson vippar á Íslandsmótinu. Ólafur Björn Loftsson skoðar púttlínuna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir kylfingar hafa jafnað vallarmetið sem Bjarki Pétursson úr GKG setti á Hlíðavelli í Mosfellsbæ í gær. 

Bjarki lék á 66 höggum á öðrum degi Íslandsmótsins í golfi í gær sem er sex högg undir pari vallarins. 

Ragnar Már Ríkharðsson úr GM og Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss léku báðir á 66 höggum á þriðja keppnisdegi í dag en keppni stendur enn yfir. 

Uppfært: Hlynur Bergsson úr GKG kom síðar inn á sama skori, 66 höggum, og því eru fjórir sem saman eiga vallarmetið á Hlíðarvelli af hvítum teigum. 

Andri Már Óskarsson
Andri Már Óskarsson mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert