Mikil barátta framundan

Dustin Johnson
Dustin Johnson AFP

Mikil barátta er framundan um sigurinn á PGA-meistaramótinu í golfi, fyrsta risamóti ársins hjá körlunum. Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er efstur en forskotið er aðeins eitt högg. 

Johnson lék mjög vel í gærkvöldi og lauk leik á 65 höggum. Er hann á 9 höggum undir pari samtals. Johnson hefur unnið tuttugu og einu sinni á PGA-mótaröðinni en hefur aðeins einu sinni unnið sigur á risamóti sem þykir ekki mikið miðað við hans burði. Nokkrum sinnum hefur hann verið í góðri stöðu en ekki tekist að nýta sér það. 

Höggi á eftir eru landar hans Scottie Scheffler og Cameron Champ. 

Sigurvegari síðustu tveggja ára Brooks Koepka er á 7 undir pari eins og Englendingurinn Paul Casey og Bandaríkjamaðurinn Collin Morikawa. 

Margir sterkir kylfingar eru á 6 höggum undir pari: Bandaríkjamennirnir Bryson DeChambeau, Tony Finau og Daniel Berger, Englendingarnir Justin Rose og Tommy Fleetwood og Ástralinn Jason Day.

Brooks Koepka
Brooks Koepka AFP
mbl.is